Lögregla greinir frá því í tilkynningu að þeir muni sitja í gæsluvarðhaldi til 27. apríl næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu.
Fréttastofa greindi frá því í kvöld að til stæði að leiða Íslendingana fjóra fyrir dómara. Yfirheyrslum lauk í dag en mennirnir eru allir yngri en tuttugu ára. Fram hefur komið að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna, sem var pólskur karlmaður á þrítugsaldri.