Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. apríl 2023 21:15 Martyna segir að pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli. Vísir/SteingrímurDúi Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46