Bed Bath & Beyond gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:39 Bed Bath & Beyond verslanirnar eru 475 talsins og eru staðsettar víðs vegar um Bandaríkin. Getty/Lindsey Nicholson Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota. Bandaríkin Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota.
Bandaríkin Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira