Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 09:36 Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur verði rúmlega þrjú prósent á árinu. Vísir/Sigurjón Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira