Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 09:36 Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur verði rúmlega þrjú prósent á árinu. Vísir/Sigurjón Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Að mati bankans eru horfur góðar, ferðaþjónustan er farin að vaxa nokkuð eftir faraldur og mun það drífa hagvöxtinn áfram. Þó á örlítið minni hraða en áður. Búið var að spá 2,1 prósent hagvexti en þeirri spá hefur verið breytt í 3,2 prósent. Eru þetta góðar horfur í alþjóðlegu samhengi. Til samanburðar spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1,3 prósent hagvexti í þróuðum ríkjum í ár, þar af 0,8 prósent hagvexti á evrusvæðinu, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og 0,3 prósent samdrætti í Bretlandi. Stýrivextir eru sem stendur í 7,5 prósentum og gerir Landsbankinn ráð fyrir því að þeir verði hækkaðir áfram til að koma verðbólgunni niður, sem í mars mældist 9,8 prósent. Býst bankinn við því að stýrivextirnir verði hækkaður um eitt prósentustig í viðbót. Þá muni þeir ekki lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt Hagspánni er búist er við 2,1 milljón ferðamanna í ár. Mun sá fjöldi aukast um 200 þúsund ár hvert ár næstu tvö ár. Útflutningur muni aukast um 8,4 prósent og mun krónan halda áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir mun hófstilltari vexti einkaneyslu á næstu árum eftir mikinn vöxt á síðustu tveimur árum, eða 2,4 prósent í ár og 2,7 prósent á því næsta. Kaupmáttur mun standa í stað milli ára en aukast lítillega á því næsta. Íbúðamarkaður hefur kólnað verulega og er gert ráð fyrir mjög litlum verðbreytingum út þetta ár, en að meðalíbúðaverði verði engu að síður 4,8 prósent hærra í ár en í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa Hagspánna í heild sinni. Tengd skjöl 2023-04-24-thjodhagsspa-hagfraedideildar-landsbankansPDF4.1MBSækja skjal
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira