Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 10:42 Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins segir spuringuna um ábyrgð barsins vera lögfræðilegs eðlis. Vilhelm Gunnarsson Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. „Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð. Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð.
Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15