Það mátti búast við hörkuleik enda ekki mörg stig sem aðskildu liðin fyrir leik. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik, það gerði Mario Pašalić á 39. mínútu og Atalanta því yfir þegar flautað var til hálfleiks.
Eftir rúman klukkutíma gerði José Mourinho fjórar skiptingar í von um að snúa leiknum sér í hag en þess í stað tvöfaldaði Rafael Toloi forystu Atalanta. Miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini minnkaði muninn á 83. mínútu en aðeins mínútu síðar kláraði Teun Koopmeiners dæmið fyrir heimamenn.
Lokatölur 3-1 Atalanta í vil sem þýðir að liðið er nú með 52 stig í 7. sæti á meðan Roma er með 56 stig í 5. sæti þegar sjö umferðir eru eftir.