Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:31 Úrslitakeppnis-Jimmy er mættur til leiks. Megan Briggs/Getty Images Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum