Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 23:41 Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur, vill að settar verði mörghundruð þúsund króna sektir við hnífaburði á kvöldin og leggur til að öll sala á hnífum, fyrir utan eldhúsáhöld og verkfæri, verði bönnuð. Vísir/Ívar Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, birti á Vísi á mánudag. Þar segir hann að hnífaburður sé orðinn vandamál hér á landi og hann ógni öryggi „barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.“ Hann segir að heildarlausn við vandanum sé fjölþætt, flókin og taki langan tíma. Innan slíkrar lausnar felist „áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagsleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira.“ Hins vegar þurfi fyrst að bregðast við með skyndilausnum sem taki hnífa af götunum. Taka þurfi hnífa af götunum Hann telur síðan upp þau atriði sem hann telur nauðsynleg sem hluta af slíkri skyndilausn. Í fyrsta lagi þurfi að gera samfélagssáttmála um „að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur“. Þar þurfi ríkisstjórnin, samband sveitarfélaga, skólar og samtök af öllu tagi að taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga sé nauðsynleg og að alvarleiki hnífaburðar verði gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki á vegum Landlæknis enda sé um lýðheilsumál að ræða. Eyþór ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þá verði alltaf að kalla til bæði lögreglu og Barnavernd þegar „barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð“. Ekki megi gera undantekningar á því. Herða þurfi vopnalög þegar kemur að hnífum Hann nefnir að í yfirstandandi endurskoðun Vopnalaga verði fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn. Þar á meðal verði „netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmis konar og eggáhöld“ sett undir Vopnalög. Einnig vill hann að ákvæði í Vopnalögum sem kveður á um að bannað sé að hafa í vörslu sinni bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sentímetrar verði tekið út úr lögunum. Í staðinn verði allur burður hnífa utan vinnu „stranglega bannaður“. Eyþór vill að lagt verði bann við sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.Getty Eyþór tekur fram að hægt sé skaða fólk með nánast hverju sem er, „skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn.“ Hins vegar sé hann ekki að tala um hluti sem geti orðið möguleg vopn heldur einungis þau vopn sem eru „hönnuð til þess eins að skaða aðra“. Því sé gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélaginu. Þá vill Eyþór að við sömu endurskoðun Vopnalaga verði „stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu“ og að undanþágur frá slíku eigi aðeins að byggja á sýnilegri þörf, þegar iðnaðarmenn, netagerðarmenn eða aðrir þurfi þau til vinnu. Þeir sem verði uppvísir að hnífaburði þurfi að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falli til dæmis þar undir flokkinn „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Bann á sölu hnífa og strangar sektir við hnífaburði í „margmenni“ Jafnframt leggur Eyþór til að öll sala hnífa „annarra en verkfæra og eldhúsáhalda“ verði bönnuð. Hann nefnir sem dæmi að finna megi „sérhannaða hnífa til manndrápa“ á stöðum á borð við Kolaportið og víðar. Loks leggur Eyþór til að allur hnífaburður „í margmenni“ frá klukkan sex á kvöldin til sjö á morgnana verði bannaður með öllu og viðurlög verði gerð „gríðarlega ströng“. Því leggur hann til að við fyrsta brot verði lögð 700 þúsund króna sekt og fyrir annað brot verði viðkomandi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Þar verði nóg að viðkomandi hafi verið með „eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því“. Ef einhver beiti slíku vopni til að ógna öðrum skuli sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og hann þurfi að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Einnig leggur hann til að það að bera eggvopn þegar annað brot er framið þyngi dóminn sjálfkrafa. Í lok pistilsins segir Eyþór að þessar tillögur sínar leysi ekki önnur samfélagsleg vandamál og að hnífaburði verði „tæplegast eytt með öllu“ en þetta sé „skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma“. Staðreyndin sé að það þurfi að bregðast við skjótt og samfélagið þurfi að gera það sem ein heild. Börn og uppeldi Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanapistli sem Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur, birti á Vísi á mánudag. Þar segir hann að hnífaburður sé orðinn vandamál hér á landi og hann ógni öryggi „barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.“ Hann segir að heildarlausn við vandanum sé fjölþætt, flókin og taki langan tíma. Innan slíkrar lausnar felist „áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagsleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira.“ Hins vegar þurfi fyrst að bregðast við með skyndilausnum sem taki hnífa af götunum. Taka þurfi hnífa af götunum Hann telur síðan upp þau atriði sem hann telur nauðsynleg sem hluta af slíkri skyndilausn. Í fyrsta lagi þurfi að gera samfélagssáttmála um „að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur“. Þar þurfi ríkisstjórnin, samband sveitarfélaga, skólar og samtök af öllu tagi að taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga sé nauðsynleg og að alvarleiki hnífaburðar verði gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki á vegum Landlæknis enda sé um lýðheilsumál að ræða. Eyþór ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þá verði alltaf að kalla til bæði lögreglu og Barnavernd þegar „barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð“. Ekki megi gera undantekningar á því. Herða þurfi vopnalög þegar kemur að hnífum Hann nefnir að í yfirstandandi endurskoðun Vopnalaga verði fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn. Þar á meðal verði „netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmis konar og eggáhöld“ sett undir Vopnalög. Einnig vill hann að ákvæði í Vopnalögum sem kveður á um að bannað sé að hafa í vörslu sinni bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sentímetrar verði tekið út úr lögunum. Í staðinn verði allur burður hnífa utan vinnu „stranglega bannaður“. Eyþór vill að lagt verði bann við sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.Getty Eyþór tekur fram að hægt sé skaða fólk með nánast hverju sem er, „skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn.“ Hins vegar sé hann ekki að tala um hluti sem geti orðið möguleg vopn heldur einungis þau vopn sem eru „hönnuð til þess eins að skaða aðra“. Því sé gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélaginu. Þá vill Eyþór að við sömu endurskoðun Vopnalaga verði „stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu“ og að undanþágur frá slíku eigi aðeins að byggja á sýnilegri þörf, þegar iðnaðarmenn, netagerðarmenn eða aðrir þurfi þau til vinnu. Þeir sem verði uppvísir að hnífaburði þurfi að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falli til dæmis þar undir flokkinn „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Bann á sölu hnífa og strangar sektir við hnífaburði í „margmenni“ Jafnframt leggur Eyþór til að öll sala hnífa „annarra en verkfæra og eldhúsáhalda“ verði bönnuð. Hann nefnir sem dæmi að finna megi „sérhannaða hnífa til manndrápa“ á stöðum á borð við Kolaportið og víðar. Loks leggur Eyþór til að allur hnífaburður „í margmenni“ frá klukkan sex á kvöldin til sjö á morgnana verði bannaður með öllu og viðurlög verði gerð „gríðarlega ströng“. Því leggur hann til að við fyrsta brot verði lögð 700 þúsund króna sekt og fyrir annað brot verði viðkomandi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Þar verði nóg að viðkomandi hafi verið með „eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því“. Ef einhver beiti slíku vopni til að ógna öðrum skuli sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og hann þurfi að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Einnig leggur hann til að það að bera eggvopn þegar annað brot er framið þyngi dóminn sjálfkrafa. Í lok pistilsins segir Eyþór að þessar tillögur sínar leysi ekki önnur samfélagsleg vandamál og að hnífaburði verði „tæplegast eytt með öllu“ en þetta sé „skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma“. Staðreyndin sé að það þurfi að bregðast við skjótt og samfélagið þurfi að gera það sem ein heild.
Börn og uppeldi Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51
Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. 23. apríl 2023 08:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent