Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 22:40 Rainn Wilson kom hingað til lands síðasta sumar og segist hafa lært heilmikið í þeirri ferð. Getty/Theo Wargo Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni. „Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira