Ofbeldismyndbönd og deiling geti verið liður í frekara ofbeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2023 20:00 Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna og að svo virtist sem ofbeldismyndbönd ungmenna og dreifing þeirra sé liður í enn frekara ofbeldi og niðurlægingu viðkomandi þolanda. Það var um síðustu helgi sem nokkrar unglingsstúlkur gengu í skokk á annarri í Breiðholti. Verknaðurinn var tekinn upp á myndband og fór það sem eldur í sinu um netheima. Þetta er eitt af mörgum slíkum ofbeldismyndböndum sem hafa farið í dreifingu síðustu misseri. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra segir stafræna tækni hafa leikið lykilhlutverk í þeirri umbreytingu sem orðið hefur á samskiptum ungs fólks. „Ungt fólk gerir minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna en við sem eldri erum,“ útskýrir María sem bendir á að stafrænt sjálf þeirra sé jafnframt mun opnara en hjá eldri kynslóðum. Ofbeldi og haturstjáning fái mikla dreifingu María segir að þegar ungmenni taki upp og deili ofbeldismyndöndum geti það verið hluti af frekara ofbeldi. „Þetta getur líka verið einhvers konar tilraun til þess að ná upp miklu áhorfi vegna þess að við sjáum að rannsóknir sýna það að ofbeldi og haturstjáning er það sem fær sjálfkrafa mestu dreifinguna í gegnum þessa sjálfvirkni hjá samfélagsmiðlunum.“ Framferðið geti líka verið leið barnanna til að kalla á hjálp. „Það getur verið að þú sért að deila þessu því þú kannt bara ekki að segja „ég er í vandræðum, hvað á ég að gera,“ þannig að þú deilir þessu í von um að einhver grípi það.“ Gríðarlega mikilvægt sé að tilkynna myndböndin eins fljótt og hægt er því um leið og ábending sé komin til lögreglu þá geti hún haft milligöngu um að loka fyrir frekari dreifingu. Á www.112.is/netoryggi er hægt að finna sérstaka ofbeldisgátt þar sem hægt er að finna ráð og leiðbeiningar. María segir mikilvægt að innleiða öryggismenningu í internetnotkun. Lykilspurningin hvað en ekki hve lengi „Allir foreldrar held ég að vilji gera vel í þessum efnum og vilji að börnin sín gangi vel um sitt stafræna umhverfi alveg eins og umferðina en við kannski höfum ekki innleitt þessa öryggismenningu sem hefði þurft,“ segir María. Nú sé rétta augnablikið til að bæta úr því. „Þar held ég að skipti máli að foreldrar hugsi minna um hversu lengi börnin þeirra eru í tækjunum og hugsi meira um hvað börnin eru að gera, að þau eigi samtal við börnin sín um tæknina, um samfélagsmiðlana, um tölvuleikina sem þau eru að spila vegna þess að það er þeirra veruleiki og þar eru þau að eiga í samskiptum við aðra, eftir atvikum, og þar eru þau að sjá hluti sem þau ráða misvel við.“ Egg- eða stunguvopn í 60% tilfella Í samtali við fréttastofu í gær sagði Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði að sjö prósent allra barna á aldrinum 13-18 ára á höfuðborgarsvæðinu hefðu borið vopn því þeim fannst þau þurfa að verja sig. Aukin vopnavæðing sést einnig stað í tölum yfir útköll sérsveitarinnar. Útköllum sérsveitarinnar vegna vopnamála hefur fjölgað gríðarlega á fimm ára tímabili. Árið 2019 voru heildarútköll sérsveitar 393 en þau voru 641 árið 2022. Útköllum sérsveitar vegna vopnamála voru rúm 200 árið 2019 en í fyrra voru þau 390 talsins. Fjölgunin nemur því 93 prósentum. Þegar litið er til vopnaútkalla á fimm ára tímabili má sjá að í sextíu prósent tilfella var um að ræða egg- eða stunguvopn en í um fjórðung tilvika komu skotvopn við sögu. Tölurnar sýna þá að þessi óheillaþróun heldur áfram á þessu ári. Útköll sérsveitar Ríkislögreglustjóra hafa aldrei verið fleiri.Grafík/Sara „Reynslumiklir lögreglumenn hafa áhyggjur af því hvernig ofbeldismenning er að þróast hjá ungu fólki á Íslandi,“ segir María Rún. Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra. 25. apríl 2023 23:41 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Það var um síðustu helgi sem nokkrar unglingsstúlkur gengu í skokk á annarri í Breiðholti. Verknaðurinn var tekinn upp á myndband og fór það sem eldur í sinu um netheima. Þetta er eitt af mörgum slíkum ofbeldismyndböndum sem hafa farið í dreifingu síðustu misseri. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra segir stafræna tækni hafa leikið lykilhlutverk í þeirri umbreytingu sem orðið hefur á samskiptum ungs fólks. „Ungt fólk gerir minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna en við sem eldri erum,“ útskýrir María sem bendir á að stafrænt sjálf þeirra sé jafnframt mun opnara en hjá eldri kynslóðum. Ofbeldi og haturstjáning fái mikla dreifingu María segir að þegar ungmenni taki upp og deili ofbeldismyndöndum geti það verið hluti af frekara ofbeldi. „Þetta getur líka verið einhvers konar tilraun til þess að ná upp miklu áhorfi vegna þess að við sjáum að rannsóknir sýna það að ofbeldi og haturstjáning er það sem fær sjálfkrafa mestu dreifinguna í gegnum þessa sjálfvirkni hjá samfélagsmiðlunum.“ Framferðið geti líka verið leið barnanna til að kalla á hjálp. „Það getur verið að þú sért að deila þessu því þú kannt bara ekki að segja „ég er í vandræðum, hvað á ég að gera,“ þannig að þú deilir þessu í von um að einhver grípi það.“ Gríðarlega mikilvægt sé að tilkynna myndböndin eins fljótt og hægt er því um leið og ábending sé komin til lögreglu þá geti hún haft milligöngu um að loka fyrir frekari dreifingu. Á www.112.is/netoryggi er hægt að finna sérstaka ofbeldisgátt þar sem hægt er að finna ráð og leiðbeiningar. María segir mikilvægt að innleiða öryggismenningu í internetnotkun. Lykilspurningin hvað en ekki hve lengi „Allir foreldrar held ég að vilji gera vel í þessum efnum og vilji að börnin sín gangi vel um sitt stafræna umhverfi alveg eins og umferðina en við kannski höfum ekki innleitt þessa öryggismenningu sem hefði þurft,“ segir María. Nú sé rétta augnablikið til að bæta úr því. „Þar held ég að skipti máli að foreldrar hugsi minna um hversu lengi börnin þeirra eru í tækjunum og hugsi meira um hvað börnin eru að gera, að þau eigi samtal við börnin sín um tæknina, um samfélagsmiðlana, um tölvuleikina sem þau eru að spila vegna þess að það er þeirra veruleiki og þar eru þau að eiga í samskiptum við aðra, eftir atvikum, og þar eru þau að sjá hluti sem þau ráða misvel við.“ Egg- eða stunguvopn í 60% tilfella Í samtali við fréttastofu í gær sagði Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði að sjö prósent allra barna á aldrinum 13-18 ára á höfuðborgarsvæðinu hefðu borið vopn því þeim fannst þau þurfa að verja sig. Aukin vopnavæðing sést einnig stað í tölum yfir útköll sérsveitarinnar. Útköllum sérsveitarinnar vegna vopnamála hefur fjölgað gríðarlega á fimm ára tímabili. Árið 2019 voru heildarútköll sérsveitar 393 en þau voru 641 árið 2022. Útköllum sérsveitar vegna vopnamála voru rúm 200 árið 2019 en í fyrra voru þau 390 talsins. Fjölgunin nemur því 93 prósentum. Þegar litið er til vopnaútkalla á fimm ára tímabili má sjá að í sextíu prósent tilfella var um að ræða egg- eða stunguvopn en í um fjórðung tilvika komu skotvopn við sögu. Tölurnar sýna þá að þessi óheillaþróun heldur áfram á þessu ári. Útköll sérsveitar Ríkislögreglustjóra hafa aldrei verið fleiri.Grafík/Sara „Reynslumiklir lögreglumenn hafa áhyggjur af því hvernig ofbeldismenning er að þróast hjá ungu fólki á Íslandi,“ segir María Rún.
Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra. 25. apríl 2023 23:41 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Vill 700 þúsund króna sekt við hnífaburði á kvöldin Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra. 25. apríl 2023 23:41