Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 21:01 Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið. Forstjóri Vogs segist óttast að sú tala komi til með að hækka mun frekar. Vísir/Arnar Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. Ekki hafa fengist staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en fyrir liggur að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið. Forstjóri Vogs segist óttast að sú tala komi til með að hækka mun frekar. „Ef fram heldur sem horfir erum við að horfa á að það verði hátt í tvöfalt fleiri. Við vonum að svo verði ekki en þessir fyrstu þrír mánuðir eru ekki góðir. Allt of margir hafa farið af ungu fólki með fíknisjúkdóm," segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Morfínlyf stórhættuleg Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einhver þessara andláta hafi verið hjá einstaklingum sem ekki hafi verið í neyslu fíkniefna að staðaldri en hafi tekið inn ópíóðalyf og látist í kjölfarið. Valgerður segir morfínlyf á borð við oxýkontin, kontalgin, tramól, parkódín og önnur kódeinlyf stórhættuleg og ekki síst ef þeim er blandað við áfengi. „Það er mjög varasamt að taka inn svona lyf sem ekki hefur verið ávísað í sérstökum aðstæðum. Þau valda öndunarbælingu og það er stutt í andlát ef maður tekur of stóran skammt. Það er ekki aftur snúið ef enginn er við hliðina á þér.” Ekki bið eftir plássi fyrir 25 ára og yngri Mikið hefur verið rætt um skort á úrræðum og langa biðlista eftir plássi í meðferð. Valgerður óskar þess að hægt væri að taka inn fleiri, húsnæði og þekking sé til staðar en það skorti starfsfólk. Þá tekur hún fram að það sé ekki bið fyrir þá sem eru tuttugu og fimm ára og yngri. „Ef sá hópur óskar eftir innlögn þá fá þeir hana innan tveggja vikna. Það hefur ekki verið bið fyrir þennan aldurshóp. Ungmennin hafa bæði greiðan aðgang að koma inn og ef þau fara út þá koma þau bara aftur inn þó þau hafi verið áður.“ En þeir sem eru eldri en tuttugu og fimm ára? „Þá gætirðu þurft að bíða lengi.“ Valgerður segir að það sem erfiðast sé þó við að etja sé fíknin sjálf. „Og þessi rosalega hvatvísi sem henni fylgir og hvað það er erfitt að tala um fyrir fólki og hjálpa því að þiggja aðstoð. Það er það sem er erfiðast og bitnar fyrst og fremst á fólki sem er heima." Að sögn Valgerðar er mikið af tækifærum til að gera mun betur þegar kemur að meðferðarstarfi hér á landi, enda sé þörfin gríðarleg. „Við sem vinnum við þetta alla daga viljum bara fá meiri tækifæri til að gera það sem við gerum. Við getum gert miklu meira og það er það sem við þurfum að gera. Fleiri afeitranir, fleiri snemminngrip, greiða fyrir lyfjameðferðir, það er nóg af tækifærum til að gera mikið.“ Fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak Heilbrigðisráðherra sagði i viðtali á Bylgjunni í morgun að mikilvægt væri að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs sem nú geisar í samfélaginu. Valgerður fagnar því og segir ekki skorta úrræði heldur aukið fjármagn. „Þetta er ungt fólk, það er hægt að gera mjög mikið til að fækka dauðsföllum og fækka þessum skaða. Við höfum fullt af tækifærum til þess, þekkingu, reynslu og við viljum óska eftir að fá að gera meira.“ SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Ekki hafa fengist staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en fyrir liggur að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið. Forstjóri Vogs segist óttast að sú tala komi til með að hækka mun frekar. „Ef fram heldur sem horfir erum við að horfa á að það verði hátt í tvöfalt fleiri. Við vonum að svo verði ekki en þessir fyrstu þrír mánuðir eru ekki góðir. Allt of margir hafa farið af ungu fólki með fíknisjúkdóm," segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Morfínlyf stórhættuleg Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einhver þessara andláta hafi verið hjá einstaklingum sem ekki hafi verið í neyslu fíkniefna að staðaldri en hafi tekið inn ópíóðalyf og látist í kjölfarið. Valgerður segir morfínlyf á borð við oxýkontin, kontalgin, tramól, parkódín og önnur kódeinlyf stórhættuleg og ekki síst ef þeim er blandað við áfengi. „Það er mjög varasamt að taka inn svona lyf sem ekki hefur verið ávísað í sérstökum aðstæðum. Þau valda öndunarbælingu og það er stutt í andlát ef maður tekur of stóran skammt. Það er ekki aftur snúið ef enginn er við hliðina á þér.” Ekki bið eftir plássi fyrir 25 ára og yngri Mikið hefur verið rætt um skort á úrræðum og langa biðlista eftir plássi í meðferð. Valgerður óskar þess að hægt væri að taka inn fleiri, húsnæði og þekking sé til staðar en það skorti starfsfólk. Þá tekur hún fram að það sé ekki bið fyrir þá sem eru tuttugu og fimm ára og yngri. „Ef sá hópur óskar eftir innlögn þá fá þeir hana innan tveggja vikna. Það hefur ekki verið bið fyrir þennan aldurshóp. Ungmennin hafa bæði greiðan aðgang að koma inn og ef þau fara út þá koma þau bara aftur inn þó þau hafi verið áður.“ En þeir sem eru eldri en tuttugu og fimm ára? „Þá gætirðu þurft að bíða lengi.“ Valgerður segir að það sem erfiðast sé þó við að etja sé fíknin sjálf. „Og þessi rosalega hvatvísi sem henni fylgir og hvað það er erfitt að tala um fyrir fólki og hjálpa því að þiggja aðstoð. Það er það sem er erfiðast og bitnar fyrst og fremst á fólki sem er heima." Að sögn Valgerðar er mikið af tækifærum til að gera mun betur þegar kemur að meðferðarstarfi hér á landi, enda sé þörfin gríðarleg. „Við sem vinnum við þetta alla daga viljum bara fá meiri tækifæri til að gera það sem við gerum. Við getum gert miklu meira og það er það sem við þurfum að gera. Fleiri afeitranir, fleiri snemminngrip, greiða fyrir lyfjameðferðir, það er nóg af tækifærum til að gera mikið.“ Fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak Heilbrigðisráðherra sagði i viðtali á Bylgjunni í morgun að mikilvægt væri að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs sem nú geisar í samfélaginu. Valgerður fagnar því og segir ekki skorta úrræði heldur aukið fjármagn. „Þetta er ungt fólk, það er hægt að gera mjög mikið til að fækka dauðsföllum og fækka þessum skaða. Við höfum fullt af tækifærum til þess, þekkingu, reynslu og við viljum óska eftir að fá að gera meira.“
SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28