Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:04 Willum Þór Þórsson heilbrigðismálaráðherra. Vísir/Ívar Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu. Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu.
Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira