Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 13:27 Í tilkynningu borgarinnar segir að forgangsröðun fjárfestinga muni taka mið af borgarþróun, þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa með tilkomu Borgarlínu og að áformum um húsnæðisuppbyggingu verði fylgt eftir. Stöð 2/Arnar Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira