Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 16:58 Verðlækkun landbúnaðarvara mun líklega ekki skila sér í lækkun matvælaverðs á næstunni. AP/Muhammad Sajjad Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð. Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð.
Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira