Frímann Baldursson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Tilkynning um málið barst um klukkan hálf þrjú í dag.
„Það er frumrannsókn í gangi. Á meðan við erum að ná utan um málið voru tveir handteknir. Málsatvik eru svolítið óljós,“ segir Frímann.