„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 19:18 Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum segir rannsóknir sýna fram á að í löndum þar sem tekin hefur verið upp afglæpavæðing sé fólk líklegra til að hringja á aðstoð í alvarlegum tilfellum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk. Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk.
Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26