Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 08:01 Anna Úrsúla Gunnarsdóttir telur að kvennaboltinn verði oft útundan ef tekið er mið af karlaboltanum. Vísir/Stöð 2 Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira