Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2023 19:19 Jeppi Stefáns Hrafnkells verður sennilega ekki nýttur í jeppaferðir á næstunni. Facebook/Stefán Hrafnkell Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann. Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira