Íslendingaliðin töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 16:16 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks. FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira