Kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að dóttir slasaðist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 14:17 Svavar kallar eftir því að sveitarstjórnir og foreldrar ræði leiðir til að bæta öryggi við ærslabelgi. Hafnfirðingurinn Svavar Halldórsson kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að tíu ára dóttir hans slasaðist á Víðistaðatúni. Tognaði hún eftir að hafa verið hrint af eldri dreng. Á þriðjudaginn var tíu ára dóttir Svavars að leika sér á ærslabelgnum, syðst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, þegar henni var hrint af eldri dreng. Varð hún fyrir slæmri tognun á fæti og þurfti að fara með hana á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt Svavari er hún að ná sér. „Þó að langstærstum hluta fari allt saman vel fram geta alltaf komið upp svona tilvik,“ segir Svavar. „Það sem ég hef heyrt af er þegar eldri krakkar mæta á svæðið.“ En hann hefur sjálfur séð krakka á umræddum belg sem séu sýnilega komnir af grunnskólaaldri. Í kjölfarið af þessu hefur Svavar kallað eftir umræðu um öryggi við ærslabelgi, bæði hjá foreldrum og innan sveitarstjórna. En ærslabelgir eru yfirleitt í eigu sveitarfélaga. Svavar bendir á að belgirnir séu opnir í marga klukkutíma á dag. Oft eru engir fullorðnir að fylgjast með og engar myndavélar til að taka upp ef atvik eða slys skeður. Slæmt sé að hafa engin gögn í höndunum. Myndavélar og gæsla vinnuskólans Svavar segir óvíst með ábyrgð þegar atvik kemur upp á ærslabelg. Hann beinir þó þrennu til sveitarstjórna og foreldra til að bæta öryggi við belgina. „Ég legg til að það verði komið upp öryggismyndavélum við belgina, til að eldri krakkarnir viti að það sé fylgst með þeim,“ segir Svavar. Mikill fjöldi barna safnast gjarnan saman á ærslabelgnum á Víðistaðatúni. Oft er ekkert fullorðið fólk að fylgjast með.Hafnarfjarðarbær Yrðu þetta myndavélar sambærilegar þeim sem settar hafa verið upp í miðborg Reykjavíkur sem dæmi þar sem hægt er að skoða atvik sem koma upp. Önnur aðgerð væri að efla foreldraröltið á sumrin, en Svavar nefnir að á veturna sé foreldraröltið í tengslum við þrjá grunnskóla Norðurbæjar Hafnarfjarðar öflugt. Í þriðja lagi verði það skoðað hvort hægt sé að nýta vinnuskólann að einhverju leyti til að hafa vörslu við belgi á sumrin. Mun ræða við bæjarstjóra „Við foreldrarnir höfum hingað til fengið mjög góða áheyrn hjá bæjarstjóranum,“ segir Svavar aðspurður um næstu skref. En hann segist gera ráð fyrir að þessi umræða rati til bæjarstjórnar á einhverjum tímapunkti. En umræðan þarf einnig að eiga sér stað á meðal foreldranna. „Ef það eru til einfaldar leiðir til þess að geta dregið úr hættunni á svona atvikum þá tel ég að við foreldrarnir ættum að skoða það,“ segir hann. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Slysavarnir Tengdar fréttir Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Á þriðjudaginn var tíu ára dóttir Svavars að leika sér á ærslabelgnum, syðst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, þegar henni var hrint af eldri dreng. Varð hún fyrir slæmri tognun á fæti og þurfti að fara með hana á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt Svavari er hún að ná sér. „Þó að langstærstum hluta fari allt saman vel fram geta alltaf komið upp svona tilvik,“ segir Svavar. „Það sem ég hef heyrt af er þegar eldri krakkar mæta á svæðið.“ En hann hefur sjálfur séð krakka á umræddum belg sem séu sýnilega komnir af grunnskólaaldri. Í kjölfarið af þessu hefur Svavar kallað eftir umræðu um öryggi við ærslabelgi, bæði hjá foreldrum og innan sveitarstjórna. En ærslabelgir eru yfirleitt í eigu sveitarfélaga. Svavar bendir á að belgirnir séu opnir í marga klukkutíma á dag. Oft eru engir fullorðnir að fylgjast með og engar myndavélar til að taka upp ef atvik eða slys skeður. Slæmt sé að hafa engin gögn í höndunum. Myndavélar og gæsla vinnuskólans Svavar segir óvíst með ábyrgð þegar atvik kemur upp á ærslabelg. Hann beinir þó þrennu til sveitarstjórna og foreldra til að bæta öryggi við belgina. „Ég legg til að það verði komið upp öryggismyndavélum við belgina, til að eldri krakkarnir viti að það sé fylgst með þeim,“ segir Svavar. Mikill fjöldi barna safnast gjarnan saman á ærslabelgnum á Víðistaðatúni. Oft er ekkert fullorðið fólk að fylgjast með.Hafnarfjarðarbær Yrðu þetta myndavélar sambærilegar þeim sem settar hafa verið upp í miðborg Reykjavíkur sem dæmi þar sem hægt er að skoða atvik sem koma upp. Önnur aðgerð væri að efla foreldraröltið á sumrin, en Svavar nefnir að á veturna sé foreldraröltið í tengslum við þrjá grunnskóla Norðurbæjar Hafnarfjarðar öflugt. Í þriðja lagi verði það skoðað hvort hægt sé að nýta vinnuskólann að einhverju leyti til að hafa vörslu við belgi á sumrin. Mun ræða við bæjarstjóra „Við foreldrarnir höfum hingað til fengið mjög góða áheyrn hjá bæjarstjóranum,“ segir Svavar aðspurður um næstu skref. En hann segist gera ráð fyrir að þessi umræða rati til bæjarstjórnar á einhverjum tímapunkti. En umræðan þarf einnig að eiga sér stað á meðal foreldranna. „Ef það eru til einfaldar leiðir til þess að geta dregið úr hættunni á svona atvikum þá tel ég að við foreldrarnir ættum að skoða það,“ segir hann.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Slysavarnir Tengdar fréttir Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34