„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2023 22:30 Víglundur Páll Einarsson hefur átt viðburðaríka ævi. Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30