Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 2. maí 2023 14:32 Þessi mynd var tekin í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Húsnæðið er rústir einar. Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi. Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33
Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23