Þróaði með sér dellu fyrir míkrafónasmíði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:01 Baldvin Hlynsson opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag. Aðsend „Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi. Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð. HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð.
HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10