Girðing og myndavélar ekki stöðvað ferðamenn við að létta á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 22:13 Ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina á Djúpavogi. Skjáskot ja.is Engin salernisaðstaða er við helsta verslunarkjarna Djúpavogs og ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina. Heimastjórn og íbúar í nágrenninu eru ósátt við stöðuna. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
„Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira