Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 08:00 Kristall Máni Ingason fórnaði höndum þegar hann sá gula spjaldið fyrir leikaraskap. Skjáskot/TV2 og vísir/Hulda Margrét Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin. Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin.
Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira