Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:30 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira