Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:30 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki