Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 12:30 Engilbert Runólfsson athafnamaður var stórtækur í byggingargeiranum fyrir hrun. Fréttablaðið/E.ÓL. Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi. Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi.
Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30
Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00