Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum Einar Kárason skrifar 7. maí 2023 13:15 vísir/vilhelm Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik. Boðið var upp á blautt gras, austan golu og fimm gráðu hita þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir frá Akureyri spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum og hófu þær leikinn af krafti. Eftir tæplega þrjár mínútur komst Sandra María Jessen í gott færi í teig ÍBV en Guðný Geirsdóttir í markinu varði vel. Yfirburðir Þór/KA voru miklir í upphafi og áttu Eyjastúlkur erfitt með að færa sig framar á völlinn og sátu djúpt á eigin vallarhelmingi.Eftir nokkrar álitlegar sóknir án þess að skapa alvöru marktækifæri kom fyrsta markið eftir um tuttugu mínútna leik, en skömmu áður hafði ÍBV skapað usla í teig gestanna. Hulda Ósk Jónsdóttir keyrði upp völlinn á óskipulagða vörn ÍBV og fann Söndru Maríu vinstra megin í teignum. Sandra tók snertingu áður en hún lét vaða með vinstri fæti og hafnaði boltinn í horninu fjær.Skömmu fyrir hálfleik varð ÍBV fyrir áfalli þegar Holly Oneill fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt olnbogaskot í andlitið á Söndru Maríu. Dómari leiksins lyfti fyrst upp gula spjaldinu en hálfri mínútu síðar var það rauða komið á loft, líklega eftir ábendingu aðstoðarmanna sinna. Sandra varð að fara af velli um stund til aðhlynningar en mætti aftur út á gras stuttu síðar.Sandra var allt í öllu í sóknarleik Þórs/KA og var nálægt því að tvöfalda markafjölda sinn í leiknum og forustu gestanna í uppbótatíma þegar hún komst í keimlíkt færi og í markinu en boltinn fram hjá stönginni fjær.Ljóst var að fram undan væri krefjandi síðari hálfleikur fyrir heimastúlkur, marki undir og manni færri, en liðin stóðu stál í stál á upphafsmínútunum. Gestirnir sáu meira af boltanum og nýttu sér liðsmuninn á meðan Eyjaliðið átti erfitt með að tengja sendingar á öðrum og fremsta þriðjungi. Hulda Ósk var nálægt því að koma Þór/KA í 0-2 eftir rúman klukkustundar leik þegar gott vinstri fótar skot hennar hafnaði í þverslánni, þaðan niður í gras og út.Síðustu tuttugu mínúturnar eða svo voru fagmannlega spilaðar af Akureyringum sem gáfu varla færi á sér, að undanskildu hörkufæri í uppbótatíma þegar Þóra Björg Stefánsdóttir skaut að marki með tánni af stuttu færi en beint á Melissu Anne Lowder í markinu.Leiknum lauk því með eins marks sigri Þórs/KA og annar sigur þeirra í sumar staðreynd á meðan ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð eftir sigur í fyrstu umferð. Af hverju vann Þór/KA? Með vindinn í bakið í fyrri hálfleik voru þær mun öflugri aðilinn framan af og hefðu getað skorað fleiri en eitt mark. Rauða spjaldið undir lok hálfleiksins gerði eftirleikinn auðveldari en manni færri átti Eyjaliðið erfitt með að spila sig í gegn og skapa færi.Hverjar stóðu upp úr?Sandra María var í sérflokki í fyrri hálfleik og var allt í öllu sóknarlega og hefði getað skorað fleiri mörk. Hulda Ósk átti einnig prýðis leik, lagði upp mark og var óheppin að komast ekki á blað sjálf í síðari hálfleiknum. Vörn gestanna, ásamt miðju gaf ekki þumlung eftir og voru á undan í flest alla 50/50 bolta sem í boði voru.Hjá Eyjastúlkum bjargaði Guðný Geirsdóttir nokkrum sinnum vel í markinu en Caeley Michael Lordemann átti ágætis leik á miðjunni hjá ÍBV. Sífellt biðjandi um boltann og fór vel með hann.Hvað gekk illa?Holly Oneill lét skapið fara með sig í stöðunni 0-1 undir lok fyrri hálfleiks þegar hún rak olnbogann í andlitið á Söndru Maríu og var þar með send í sturtu og gerði samherjum sínum enn erfiðara fyrir.Eyjaliðið átti einnig almennt erfitt framarlega á vellinum en framherjar liðsins fengu lítið sem ekkert upp í hendurnar til að vinna með.Hvað gerist næst?ÍBV tekur á móti Þrótti á meðan Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn. Báðir þessir leikir fara fram mánudaginn 15.maí. Besta deild kvenna ÍBV Þór Akureyri KA
Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik. Boðið var upp á blautt gras, austan golu og fimm gráðu hita þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir frá Akureyri spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum og hófu þær leikinn af krafti. Eftir tæplega þrjár mínútur komst Sandra María Jessen í gott færi í teig ÍBV en Guðný Geirsdóttir í markinu varði vel. Yfirburðir Þór/KA voru miklir í upphafi og áttu Eyjastúlkur erfitt með að færa sig framar á völlinn og sátu djúpt á eigin vallarhelmingi.Eftir nokkrar álitlegar sóknir án þess að skapa alvöru marktækifæri kom fyrsta markið eftir um tuttugu mínútna leik, en skömmu áður hafði ÍBV skapað usla í teig gestanna. Hulda Ósk Jónsdóttir keyrði upp völlinn á óskipulagða vörn ÍBV og fann Söndru Maríu vinstra megin í teignum. Sandra tók snertingu áður en hún lét vaða með vinstri fæti og hafnaði boltinn í horninu fjær.Skömmu fyrir hálfleik varð ÍBV fyrir áfalli þegar Holly Oneill fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt olnbogaskot í andlitið á Söndru Maríu. Dómari leiksins lyfti fyrst upp gula spjaldinu en hálfri mínútu síðar var það rauða komið á loft, líklega eftir ábendingu aðstoðarmanna sinna. Sandra varð að fara af velli um stund til aðhlynningar en mætti aftur út á gras stuttu síðar.Sandra var allt í öllu í sóknarleik Þórs/KA og var nálægt því að tvöfalda markafjölda sinn í leiknum og forustu gestanna í uppbótatíma þegar hún komst í keimlíkt færi og í markinu en boltinn fram hjá stönginni fjær.Ljóst var að fram undan væri krefjandi síðari hálfleikur fyrir heimastúlkur, marki undir og manni færri, en liðin stóðu stál í stál á upphafsmínútunum. Gestirnir sáu meira af boltanum og nýttu sér liðsmuninn á meðan Eyjaliðið átti erfitt með að tengja sendingar á öðrum og fremsta þriðjungi. Hulda Ósk var nálægt því að koma Þór/KA í 0-2 eftir rúman klukkustundar leik þegar gott vinstri fótar skot hennar hafnaði í þverslánni, þaðan niður í gras og út.Síðustu tuttugu mínúturnar eða svo voru fagmannlega spilaðar af Akureyringum sem gáfu varla færi á sér, að undanskildu hörkufæri í uppbótatíma þegar Þóra Björg Stefánsdóttir skaut að marki með tánni af stuttu færi en beint á Melissu Anne Lowder í markinu.Leiknum lauk því með eins marks sigri Þórs/KA og annar sigur þeirra í sumar staðreynd á meðan ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð eftir sigur í fyrstu umferð. Af hverju vann Þór/KA? Með vindinn í bakið í fyrri hálfleik voru þær mun öflugri aðilinn framan af og hefðu getað skorað fleiri en eitt mark. Rauða spjaldið undir lok hálfleiksins gerði eftirleikinn auðveldari en manni færri átti Eyjaliðið erfitt með að spila sig í gegn og skapa færi.Hverjar stóðu upp úr?Sandra María var í sérflokki í fyrri hálfleik og var allt í öllu sóknarlega og hefði getað skorað fleiri mörk. Hulda Ósk átti einnig prýðis leik, lagði upp mark og var óheppin að komast ekki á blað sjálf í síðari hálfleiknum. Vörn gestanna, ásamt miðju gaf ekki þumlung eftir og voru á undan í flest alla 50/50 bolta sem í boði voru.Hjá Eyjastúlkum bjargaði Guðný Geirsdóttir nokkrum sinnum vel í markinu en Caeley Michael Lordemann átti ágætis leik á miðjunni hjá ÍBV. Sífellt biðjandi um boltann og fór vel með hann.Hvað gekk illa?Holly Oneill lét skapið fara með sig í stöðunni 0-1 undir lok fyrri hálfleiks þegar hún rak olnbogann í andlitið á Söndru Maríu og var þar með send í sturtu og gerði samherjum sínum enn erfiðara fyrir.Eyjaliðið átti einnig almennt erfitt framarlega á vellinum en framherjar liðsins fengu lítið sem ekkert upp í hendurnar til að vinna með.Hvað gerist næst?ÍBV tekur á móti Þrótti á meðan Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn. Báðir þessir leikir fara fram mánudaginn 15.maí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti