Fjórar hitaveitur metnar ágengar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. maí 2023 21:01 Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR. Vísir/Bjarni Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“ Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“
Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Sjá meira