Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 13:00 Karl virtist ánægður með kveðjuna frá Íslandi. Myndband Herborgar sem þessi skjáskot eru úr má finna neðst í fréttinni. Skjáskot Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda. Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda.
Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12
Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent