Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 13:00 Karl virtist ánægður með kveðjuna frá Íslandi. Myndband Herborgar sem þessi skjáskot eru úr má finna neðst í fréttinni. Skjáskot Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda. Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda.
Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12
Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03