Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 19:47 Diljá Péturdóttir tók smá snúning á höndum fyrir framan ljósmyndarana á túrkís dreglinum í Liverpool. EPA Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. Diljá var klædd í fatnaði hönnuðum af Hildi Yeoman þar sem hún spásseraði niður hinn tvö hundruð metra langa dregil, en flytjendur Eurovision-keppninnar mættu þar hver á fætur öðrum og spjölluðu við fréttamenn. Diljá sagði í samtali við fréttamennina Timur Miroshnychenko og Sam Quek á dreglinum að fatnaðurinn væri sérstaklega þægilegur þar sem hún væri mikið á ferðinni og að hreyfa sig. Þar ræddi hún einnig Jóhönnu Guðrúnu og flutning hennar í Moskvu á laginu Is It True? og hvernig Jóhanna Guðrún hefði veitt sér innblástur til að syngja. „Ég lít mikið upp til hennar,“ sagði Diljá. Sjá má innkomu Diljár á túrkís dregilinn í spilaranum að neðan. Diljá var sömuleiðis spurð hvað hún myndi gera ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari sagði hún allar líkur á því að hún myndi fara að gráta. Þá sagði hún að hún myndi líklega henda símanum í ruslið og fara í langan göngutúr. Diljá mun flytja lagið Power á seinna undanúrslitakvöldinu í Liverpool á fimmtudaginn næsta. Diljá Pétursdóttir stillir sér upp á túrkís dreglinum. EPA Að neðan má sjá flutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu Is It True? í Eurovision í Moskvu í Rússlandi árið 2009. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Diljá var klædd í fatnaði hönnuðum af Hildi Yeoman þar sem hún spásseraði niður hinn tvö hundruð metra langa dregil, en flytjendur Eurovision-keppninnar mættu þar hver á fætur öðrum og spjölluðu við fréttamenn. Diljá sagði í samtali við fréttamennina Timur Miroshnychenko og Sam Quek á dreglinum að fatnaðurinn væri sérstaklega þægilegur þar sem hún væri mikið á ferðinni og að hreyfa sig. Þar ræddi hún einnig Jóhönnu Guðrúnu og flutning hennar í Moskvu á laginu Is It True? og hvernig Jóhanna Guðrún hefði veitt sér innblástur til að syngja. „Ég lít mikið upp til hennar,“ sagði Diljá. Sjá má innkomu Diljár á túrkís dregilinn í spilaranum að neðan. Diljá var sömuleiðis spurð hvað hún myndi gera ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari sagði hún allar líkur á því að hún myndi fara að gráta. Þá sagði hún að hún myndi líklega henda símanum í ruslið og fara í langan göngutúr. Diljá mun flytja lagið Power á seinna undanúrslitakvöldinu í Liverpool á fimmtudaginn næsta. Diljá Pétursdóttir stillir sér upp á túrkís dreglinum. EPA Að neðan má sjá flutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu Is It True? í Eurovision í Moskvu í Rússlandi árið 2009.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. 2. maí 2023 14:02