Skoða uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir flóttafólk í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 08:04 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, óskaði eftir því við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að málið yrði tekið til umfjöllunar. Vísir Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að fundin verði staðsetning fyrir svokallaða Skjólgarða, búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu. Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu.
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32
„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25