Getum við fengið árið 1983 aftur? Geir Gunnar Markússon skrifar 9. maí 2023 11:30 Því fylgir oft hækkandi aldri að fá fortíðarþrá og horfa til uppvaxtaráranna með hlýju í hjarta. Sem miðaldra karlmaður (48 ára), menntaður næringarfræðingur, einkaþjálfari og með ástríðu fyrir bættri heilsu landsmanna er margt mjög heillandi við gamla tímann þegar kemur að heilsu okkar s.s. minni neysla, meiri hreyfing og einfaldara samfélag. Hér eru dæmi það hvað veröldin á okkar litla Íslandi var mun heilsusamlegri og einfaldari fyrir 40 árum: Engin afsláttur á nammi og nammipokar í sjoppum voru litlir og grænir. Ég man þegar ég fór 8 ára gutti að kaupa mér nammi í sjoppunni á horninu á Norðurbraut og Hellisgötu í Hafnarfirði. Pokinn sem ég fékk fimmaurakúlurnar í var pínulítill og grænn. Pokinn sem boðið er upp á nammibörum nútímans rúmar 20 sinnum meira sælgæti.Það sem gerði nammineysluna líka minni í mínum uppvexti var að það voru engir sérstakir nammidagar/nammihelgar og það var ekki 50% afsláttur af sælgæti um helgar. Gos var drukkið úr litlum glerflöskum og var drukkið við hátíðleg tækifæri. Ég á mynd af mér í fjölskyldualbúmi hjá foreldrum mínum þar sem ég sit við afmælishringborð á 8 ára afmælisdaginn og drekk kók úr lítilli glerflösku með lakkrísröri.Gosdrykkja heyrði algjörlega til undantekninga í mínum uppvexti. Þó var malt og appelsín drukkið á jólum og páskum en annars voru gosdrykkir ekki almenn neysluvara eins og í nútímanum. Það var t.d. ekki hægt að kaupa kippur af 4x2L gosi í matvörubúðum í eins og í dag. Skyndibitastaðir voru mjög fáir og lítið sjaldan heimsóttir. Í Hafnarfirði þar sem ólst upp var Tomma hamborgari eini staðurinn sem ég man eftir að hafa heimsótt sem ungur drengur.Tomma hamborgarar voru á Reykjavíkurvíkurvegi (og eru enn, en þó í öðru húsnæði) og við fjölskyldan fórum þarna kannski þriðja hvern mánuð. Það var mjög mikið spari að fara út að borða og ég fór í grænu glasefnisskyrtuna og setti upp lakkrísbindi þegar ég var að fara út að borða með fjölskyldunni á Tomma hamborgara!Í dag telst skyndibitaneysla ekki til undantekninga heldur er það orðin sorgleg staðreynd oft í viku hjá alltof mörgum Íslendingum. Alvöru matur var eldaður heima. Við lifðum í minna neyslusamfélagi fyrir 40 árum og mamma (a.m.k. í mínu tilviki) sá um að elda kvöldmat og aðrar máltíðir fyrir okkur og því voru skyndibitaheimsóknir svona fátíðar. Einnig var bara ekki til svona mikill peningur eins og í dag að hægt væri að næra sig á skyndibita hvenær sem er.Maturinn sem ég fékk heima var líka alveg bráðhollur og oftast eldaður frá grunni s.s mikið af mjólk (2 glös með hverri máltíð), fiskur (stundum fiskibollur í dós), kjöt, skyr, hafragraut, kartöflur, rófur, smá ávextir (ég man þegar kíví kom á markað) og skemmtilegar hefðir eins og lambahryggur og Royal búðingur í eftirrétt á sunnudögum. „Orku“drykkir voru ekki til Magic var fyrsti orkudrykkurinn sem kom til Íslands árið 1997 og varð mjög vinsæll og Egils Orka fylgi svo eftir kom út árið 1988.Í dag eru orkudrykkir því miður notaðir sem svaladrykkir af alltof mörgum Íslendingum og neytendurnir eru allt niðri í börn.Vert er að taka það fram að það er rangnefni að kalla þessi drykki orkudrykki því þeir innihalda oftast koffín, sætuefni og aukaefni og koffínið veitir orku sem endist stut. Orkudrykkirnir veita ekki þessi langvarandi orku og vellíðan sem við þurfum.Alltof margir eru að upplifa þreytu og slen í nútímalíferni og besta ráðið við því er góður og endurnærandi nætursvefn, ekki endalaust af (gervi)orkudrykkjum. Á páskum var Eitt páskaegg í hæfilegri stærð á mann. Maður var sem krakki heppinn ef maður náði að væla út EITT páskaegg númer 4 í stað númer 3!Í dag fyllast stórmarkaðir af tugum tegunda páskaeggja í öllum stærðum og gerðum…og meginreglan í nútímanum virðist núna vera því stærra og því fleiri egg á mann, því betra. Sjónvarpsefnið var mjög takmarkað. Ég elst upp við mjög takmarkað sjónvarpsefni og má þar nefna Línuna (La Linea), Tommi & Jenni, Húsið á sléttunni og Stundin okkar á sunnudögum. Svo var líka skrítnara sjónvarpsefni fyrir 8 ára gutta eins og t.d. þættir um lögregluforingjann Derrik og aðstoðarmann hans Harry Klein, dramað í kringum Ewing fjölskylduna í þáttunum Dallas. Stundum fékk ég að vaka lengur á kvöldin til að horfa á auglýsingar!Ef ég mundi bjóða ungum dætrum mínum upp á þetta sjónvarpsefni sem ég ólst upp við yrðu þær fljótar að flytja lögheimilið annað.Þetta sjónvarpsefni sem var í boði var ekki það eina sem hljómar skrítið í nútímanum því það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og fram til ársins 1983 var Ríkissjónvarpið í sumarfríi allan júlí.Þegar Stöð 2 fór í loftið árið 1986 var það einmitt á fimmtudegi, líklega til að bregðast við sjónvarpsleysi landsmanna þennan dag. En það var svo árið eftir eða árið 1987 sem Ríkissjónvarpið hóf útsendingar á fimmtudögum.Það þarf nú varla að taka fram hið endalausa sjónvarpsúrval í dag með öllum streymisveitum eins og t.d. Netflix, Hulu, Amazon Prime, Disney+, Viaplay o.fl. Ef viljinn er fyrir hendi gætum við nútíma Íslendingar sitið fyrir fram imbakassann allan sólarhringinn. Eina leikjatölvan var Atari. Það tók langan tíma að hlaða inn leikjunum í Atari tölvuna og maður var nú meira að efla þolinmæði sína með því að bíða eftir að geta hafið leikina heldur en að bæta færni sína í leikjunum. Krakkar léku sér mjög mikið úti. Með þessu takmarkaða sjónvarpsefni og tölvuleikjum notuðu krakkar tímann úti, í hinum ýmsu leikjum eins og t.d. fallin spýta, Eina krónu og mikið var hjólað.Ég á ófáar minningar af því þegar mamma mín skammaði mig fyrir að hafa komið hálftíma of seint heim í kvöldmat á sumarkvöldi, þegar ég gleymdi mér í leik með vinum mínum í Hellisgerði í HafnarfirðiForeldar nútímans eru nú meira að reyna fá börnin sín út í leiki en að skamma þau fyrir að vera of lengi úti! Í flestum tilfellum löbbuðu krakkar sjálfir í skólann og á æfingar en var ekki skutlað. Þetta átti allavegana við á mínu heimili og ég man eftir því að pabbi skutlaði mér kannski 2-3 sinnum í skólann alla mína grunnskólagöngu. Annars fór ég sjálfur á tveimur jafnfljótum eða á hjólinu mínu í skólann.Nú er tíðin önnur og það virðist vera færri krakkar sem koma á eigin vegum. Of oft eru krakarnir sem koma á eigin vegum, á rafmagnshlaupahjólum! „Snjallsímar“ og samfélagsmiðlar voru ekki til. Vá hvílíkt frelsi að fá að hafa alist upp í þjóðfélagi þar sem meirihluti landsmanna voru ekki orðnir þrælar tækninnar og tæknin farin að valda líkamlegum, félaglegum og andlegum kvillum.Við virðumst ekki geta lagt frá okkur símann, við erum sítengd og við fáum aldrei frið.Símanir árið 1983 voru fastir á heimilunum með snúru en í nútímamaðurinn er fastur við símann sinn og má segja að snúran sé nú kominn í okkur mannverurnar!Ég þakka Guði fyrir það alla daga að hafa ekki alist upp í þjóðfélagi sem tekur upp á myndband öll minnstu smáatriði lífs síns og annarra. Ég á nokkur prakkarastrikin sem ungur drengur og þau hefðu ekki komið vel út á myndbandi meðal allra skólafélaga minna! Það er líka vert að taka það fram að það er margt gott við nútímann sem tengist heilsu okkar en við erum því miður að kála okkur í velmegun og þægilegheitum.Ég veit að við getum ekki farið í tímavél og fengið árið 1983 aftur til að bjarga heilsu þjóðarinnar en við getum lært að þessari þróun undanfarin 40 ár og komið smá af árinu 1983 aftur inn í líf okkar með minni neyslu, minni skjánotkun, einfaldara lífi og meiri hreyfingu. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Því fylgir oft hækkandi aldri að fá fortíðarþrá og horfa til uppvaxtaráranna með hlýju í hjarta. Sem miðaldra karlmaður (48 ára), menntaður næringarfræðingur, einkaþjálfari og með ástríðu fyrir bættri heilsu landsmanna er margt mjög heillandi við gamla tímann þegar kemur að heilsu okkar s.s. minni neysla, meiri hreyfing og einfaldara samfélag. Hér eru dæmi það hvað veröldin á okkar litla Íslandi var mun heilsusamlegri og einfaldari fyrir 40 árum: Engin afsláttur á nammi og nammipokar í sjoppum voru litlir og grænir. Ég man þegar ég fór 8 ára gutti að kaupa mér nammi í sjoppunni á horninu á Norðurbraut og Hellisgötu í Hafnarfirði. Pokinn sem ég fékk fimmaurakúlurnar í var pínulítill og grænn. Pokinn sem boðið er upp á nammibörum nútímans rúmar 20 sinnum meira sælgæti.Það sem gerði nammineysluna líka minni í mínum uppvexti var að það voru engir sérstakir nammidagar/nammihelgar og það var ekki 50% afsláttur af sælgæti um helgar. Gos var drukkið úr litlum glerflöskum og var drukkið við hátíðleg tækifæri. Ég á mynd af mér í fjölskyldualbúmi hjá foreldrum mínum þar sem ég sit við afmælishringborð á 8 ára afmælisdaginn og drekk kók úr lítilli glerflösku með lakkrísröri.Gosdrykkja heyrði algjörlega til undantekninga í mínum uppvexti. Þó var malt og appelsín drukkið á jólum og páskum en annars voru gosdrykkir ekki almenn neysluvara eins og í nútímanum. Það var t.d. ekki hægt að kaupa kippur af 4x2L gosi í matvörubúðum í eins og í dag. Skyndibitastaðir voru mjög fáir og lítið sjaldan heimsóttir. Í Hafnarfirði þar sem ólst upp var Tomma hamborgari eini staðurinn sem ég man eftir að hafa heimsótt sem ungur drengur.Tomma hamborgarar voru á Reykjavíkurvíkurvegi (og eru enn, en þó í öðru húsnæði) og við fjölskyldan fórum þarna kannski þriðja hvern mánuð. Það var mjög mikið spari að fara út að borða og ég fór í grænu glasefnisskyrtuna og setti upp lakkrísbindi þegar ég var að fara út að borða með fjölskyldunni á Tomma hamborgara!Í dag telst skyndibitaneysla ekki til undantekninga heldur er það orðin sorgleg staðreynd oft í viku hjá alltof mörgum Íslendingum. Alvöru matur var eldaður heima. Við lifðum í minna neyslusamfélagi fyrir 40 árum og mamma (a.m.k. í mínu tilviki) sá um að elda kvöldmat og aðrar máltíðir fyrir okkur og því voru skyndibitaheimsóknir svona fátíðar. Einnig var bara ekki til svona mikill peningur eins og í dag að hægt væri að næra sig á skyndibita hvenær sem er.Maturinn sem ég fékk heima var líka alveg bráðhollur og oftast eldaður frá grunni s.s mikið af mjólk (2 glös með hverri máltíð), fiskur (stundum fiskibollur í dós), kjöt, skyr, hafragraut, kartöflur, rófur, smá ávextir (ég man þegar kíví kom á markað) og skemmtilegar hefðir eins og lambahryggur og Royal búðingur í eftirrétt á sunnudögum. „Orku“drykkir voru ekki til Magic var fyrsti orkudrykkurinn sem kom til Íslands árið 1997 og varð mjög vinsæll og Egils Orka fylgi svo eftir kom út árið 1988.Í dag eru orkudrykkir því miður notaðir sem svaladrykkir af alltof mörgum Íslendingum og neytendurnir eru allt niðri í börn.Vert er að taka það fram að það er rangnefni að kalla þessi drykki orkudrykki því þeir innihalda oftast koffín, sætuefni og aukaefni og koffínið veitir orku sem endist stut. Orkudrykkirnir veita ekki þessi langvarandi orku og vellíðan sem við þurfum.Alltof margir eru að upplifa þreytu og slen í nútímalíferni og besta ráðið við því er góður og endurnærandi nætursvefn, ekki endalaust af (gervi)orkudrykkjum. Á páskum var Eitt páskaegg í hæfilegri stærð á mann. Maður var sem krakki heppinn ef maður náði að væla út EITT páskaegg númer 4 í stað númer 3!Í dag fyllast stórmarkaðir af tugum tegunda páskaeggja í öllum stærðum og gerðum…og meginreglan í nútímanum virðist núna vera því stærra og því fleiri egg á mann, því betra. Sjónvarpsefnið var mjög takmarkað. Ég elst upp við mjög takmarkað sjónvarpsefni og má þar nefna Línuna (La Linea), Tommi & Jenni, Húsið á sléttunni og Stundin okkar á sunnudögum. Svo var líka skrítnara sjónvarpsefni fyrir 8 ára gutta eins og t.d. þættir um lögregluforingjann Derrik og aðstoðarmann hans Harry Klein, dramað í kringum Ewing fjölskylduna í þáttunum Dallas. Stundum fékk ég að vaka lengur á kvöldin til að horfa á auglýsingar!Ef ég mundi bjóða ungum dætrum mínum upp á þetta sjónvarpsefni sem ég ólst upp við yrðu þær fljótar að flytja lögheimilið annað.Þetta sjónvarpsefni sem var í boði var ekki það eina sem hljómar skrítið í nútímanum því það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og fram til ársins 1983 var Ríkissjónvarpið í sumarfríi allan júlí.Þegar Stöð 2 fór í loftið árið 1986 var það einmitt á fimmtudegi, líklega til að bregðast við sjónvarpsleysi landsmanna þennan dag. En það var svo árið eftir eða árið 1987 sem Ríkissjónvarpið hóf útsendingar á fimmtudögum.Það þarf nú varla að taka fram hið endalausa sjónvarpsúrval í dag með öllum streymisveitum eins og t.d. Netflix, Hulu, Amazon Prime, Disney+, Viaplay o.fl. Ef viljinn er fyrir hendi gætum við nútíma Íslendingar sitið fyrir fram imbakassann allan sólarhringinn. Eina leikjatölvan var Atari. Það tók langan tíma að hlaða inn leikjunum í Atari tölvuna og maður var nú meira að efla þolinmæði sína með því að bíða eftir að geta hafið leikina heldur en að bæta færni sína í leikjunum. Krakkar léku sér mjög mikið úti. Með þessu takmarkaða sjónvarpsefni og tölvuleikjum notuðu krakkar tímann úti, í hinum ýmsu leikjum eins og t.d. fallin spýta, Eina krónu og mikið var hjólað.Ég á ófáar minningar af því þegar mamma mín skammaði mig fyrir að hafa komið hálftíma of seint heim í kvöldmat á sumarkvöldi, þegar ég gleymdi mér í leik með vinum mínum í Hellisgerði í HafnarfirðiForeldar nútímans eru nú meira að reyna fá börnin sín út í leiki en að skamma þau fyrir að vera of lengi úti! Í flestum tilfellum löbbuðu krakkar sjálfir í skólann og á æfingar en var ekki skutlað. Þetta átti allavegana við á mínu heimili og ég man eftir því að pabbi skutlaði mér kannski 2-3 sinnum í skólann alla mína grunnskólagöngu. Annars fór ég sjálfur á tveimur jafnfljótum eða á hjólinu mínu í skólann.Nú er tíðin önnur og það virðist vera færri krakkar sem koma á eigin vegum. Of oft eru krakarnir sem koma á eigin vegum, á rafmagnshlaupahjólum! „Snjallsímar“ og samfélagsmiðlar voru ekki til. Vá hvílíkt frelsi að fá að hafa alist upp í þjóðfélagi þar sem meirihluti landsmanna voru ekki orðnir þrælar tækninnar og tæknin farin að valda líkamlegum, félaglegum og andlegum kvillum.Við virðumst ekki geta lagt frá okkur símann, við erum sítengd og við fáum aldrei frið.Símanir árið 1983 voru fastir á heimilunum með snúru en í nútímamaðurinn er fastur við símann sinn og má segja að snúran sé nú kominn í okkur mannverurnar!Ég þakka Guði fyrir það alla daga að hafa ekki alist upp í þjóðfélagi sem tekur upp á myndband öll minnstu smáatriði lífs síns og annarra. Ég á nokkur prakkarastrikin sem ungur drengur og þau hefðu ekki komið vel út á myndbandi meðal allra skólafélaga minna! Það er líka vert að taka það fram að það er margt gott við nútímann sem tengist heilsu okkar en við erum því miður að kála okkur í velmegun og þægilegheitum.Ég veit að við getum ekki farið í tímavél og fengið árið 1983 aftur til að bjarga heilsu þjóðarinnar en við getum lært að þessari þróun undanfarin 40 ár og komið smá af árinu 1983 aftur inn í líf okkar með minni neyslu, minni skjánotkun, einfaldara lífi og meiri hreyfingu. Höfundur er næringarfræðingur.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun