Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa skilning á áhyggjum ferðaþjónustu og viðbragðsaðila. Hann bíði eftir tillögum starfshóps um sjúkraflug. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30