Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. maí 2023 22:09 Breiðablik vann stórsigur í kvöld. vísir/vilhelm Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar. Breiðablik opnaði markareikninginn strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sitt annað mark á tímabílinu. Blikastelpur byrjuðu með boltann og keyrðu hratt upp vinstri vænginn, senda boltann fyrir og vörn Keflavíkur nær ekki að hreinsa boltann nógu vel út úr teignum. Boltinn dettur fyrir Andreu Rut sem skýtur honum meðfram jörðinni og framhjá Veru Varis í markinu. Það sást strax frá fyrstu mínútu að Breiðablik ætlaði sér að sækja sigur. Þær mættu mjög einbeittar og agaðar til leiks, spiluðu boltanum vel á milli sín og sköpuðu sér fjölmörg marktækifæri. Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik og lét vörn Keflavíkur heldur betur finna fyrir því. Á 23. mínútu leiksins á hún góða fyrirgjöf sem Kristrún Ýr, fyrirliði Keflavíkur reynir að hreinsa burt en hún skýtur boltanum óvart í eigið mark. Agla María var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skoraði mark úr vítaspyrnu sem Breiðablik fékk. Júlía Ruth Thasaphong hafði þá brotið á Taylor Marie inni í vítateig og hlaut gult spjald fyrir. Aðeins einni mínútu eftir að Breiðablik skoraði úr vítaspyrnunni fékk Júlía að líta sitt annað gula spjald og var rekin af velli. Dómari leiksins átti nokkrar umdeildar ákvarðanir, heimalið Keflavíkur virtist mjög ósátt með hennar ákvarðanir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fékk gult spjald fyrir sín mótmæli. Sandra Voltaine, leikmaður Keflavíkur, hlaut einnig gult spjald sem og Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Breiðabliks. Keflavíkurliðið var því 3-0 undir og einum manni færri eftir aðeins þrjátíu mínútna leik. Rétt fyrir hálfleik skoraði Breiðablik svo sitt fjórða mark. Það kom upp úr góðu spili milli Áslaugar Mundu og Öglu Maríu á vinstri kantinum, Agla María á fyrirgjöf sem Hafrún Rakel kemst í og skýtur í slánna. Katrín Ásbjörnsdóttir varð svo fyrst til, náði frákastinu og setti boltann í mark Keflavíkur. Breiðablik hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Það tók Taylor Marie aðeins sex mínútur að skora og staðan orðin 5-0. Taylor fékk boltann inni á miðsvæðinu úr innkasti, snýr sér listilega vel við og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Veru í markinu. Breiðablik hélt áfram að sækja mikið upp kantana, með Áslaugu og Öglu Maríu vinstra megin og Hafrúnu Rakel og Ástu Eir hægra megin. Uppspilið gekk vel og Blikastelpur reyndu margar fyrirgjafir. Keflavík varðist töluvert betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og tókst að koma boltanum frá marki eða aftur fyrir í hornspyrnu. Þrátt fyrir það héldu Blikar áfram að þjarma að þeim og Keflavík náðu ekki að halda í boltann eða skapa sér nokkur tækifæri. Hafrún Rakel skoraði svo sjötta mark leiksins á 68. mínútu eftir að fyrirgjöf frá Öglu Maríu endaði á hinum kantinum hjá Ástu Eir, hún lagði boltann út á Hafrúnu sem kláraði færið vel. Það varð ekki mikið meira um hættuleg marktækifæri í þessum leik og síðustu mínútur leiksins héldu Blikar vel í boltann gegn gjörsamlega sigruðu liði Keflavíkur. Afhverju vann Breiðablik? Blikastelpur mættu einfaldlega miklu skarpari til leiks. Þær byrjuðu leikinn af krafti, pressuðu vel og gáfu Keflavík engin tækifæri. Leikskipulagið gekk eins og í sögu, endalaust spil upp kantana og fyrirgjafir frá vængmönnum og bakvörum bar árangur. Keflavík byrjaði leikinn illa og virtust missa trúnna á verkefninu mjög fljótt. Hverjir stóðu upp úr? Vængmenn og vængbakverðir Breiðabliks, ekki spurning. Áslaug og Agla vinstra megin, Hafrún og Ásta hægra megin. Spiluðu frábærlega upp vængina og sendu góðar fyrirgjafir sem vörn Keflavíkur átti engin svör við. Hvað gekk illa? Keflavík byrjaði leikinn mjög illa og gáfu frá sér klaufalegt mark strax á fyrstu mínútu. Liðið spilaði flatan varnarleik, pressuðu lítið og leyfðu Breiðablik að spila upp vængina alveg eins og þeim sýndist. Þjálfari Keflavíkur stillti upp í fimm manna varnarlínu til að reyna að eiga einhver svör við sóknarleik Breiðabliks en það gekk ekki. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur norður á Akureyri í fjórðu umferð deildarinnar og spilar við Þór/KA mánudaginn 15. maí kl. 18:00. Keflavík spilar gegn FH í Hafnarfirði næsta þriðjudag, klukkan 19:15. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik
Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar. Breiðablik opnaði markareikninginn strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sitt annað mark á tímabílinu. Blikastelpur byrjuðu með boltann og keyrðu hratt upp vinstri vænginn, senda boltann fyrir og vörn Keflavíkur nær ekki að hreinsa boltann nógu vel út úr teignum. Boltinn dettur fyrir Andreu Rut sem skýtur honum meðfram jörðinni og framhjá Veru Varis í markinu. Það sást strax frá fyrstu mínútu að Breiðablik ætlaði sér að sækja sigur. Þær mættu mjög einbeittar og agaðar til leiks, spiluðu boltanum vel á milli sín og sköpuðu sér fjölmörg marktækifæri. Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik og lét vörn Keflavíkur heldur betur finna fyrir því. Á 23. mínútu leiksins á hún góða fyrirgjöf sem Kristrún Ýr, fyrirliði Keflavíkur reynir að hreinsa burt en hún skýtur boltanum óvart í eigið mark. Agla María var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skoraði mark úr vítaspyrnu sem Breiðablik fékk. Júlía Ruth Thasaphong hafði þá brotið á Taylor Marie inni í vítateig og hlaut gult spjald fyrir. Aðeins einni mínútu eftir að Breiðablik skoraði úr vítaspyrnunni fékk Júlía að líta sitt annað gula spjald og var rekin af velli. Dómari leiksins átti nokkrar umdeildar ákvarðanir, heimalið Keflavíkur virtist mjög ósátt með hennar ákvarðanir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fékk gult spjald fyrir sín mótmæli. Sandra Voltaine, leikmaður Keflavíkur, hlaut einnig gult spjald sem og Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Breiðabliks. Keflavíkurliðið var því 3-0 undir og einum manni færri eftir aðeins þrjátíu mínútna leik. Rétt fyrir hálfleik skoraði Breiðablik svo sitt fjórða mark. Það kom upp úr góðu spili milli Áslaugar Mundu og Öglu Maríu á vinstri kantinum, Agla María á fyrirgjöf sem Hafrún Rakel kemst í og skýtur í slánna. Katrín Ásbjörnsdóttir varð svo fyrst til, náði frákastinu og setti boltann í mark Keflavíkur. Breiðablik hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Það tók Taylor Marie aðeins sex mínútur að skora og staðan orðin 5-0. Taylor fékk boltann inni á miðsvæðinu úr innkasti, snýr sér listilega vel við og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Veru í markinu. Breiðablik hélt áfram að sækja mikið upp kantana, með Áslaugu og Öglu Maríu vinstra megin og Hafrúnu Rakel og Ástu Eir hægra megin. Uppspilið gekk vel og Blikastelpur reyndu margar fyrirgjafir. Keflavík varðist töluvert betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og tókst að koma boltanum frá marki eða aftur fyrir í hornspyrnu. Þrátt fyrir það héldu Blikar áfram að þjarma að þeim og Keflavík náðu ekki að halda í boltann eða skapa sér nokkur tækifæri. Hafrún Rakel skoraði svo sjötta mark leiksins á 68. mínútu eftir að fyrirgjöf frá Öglu Maríu endaði á hinum kantinum hjá Ástu Eir, hún lagði boltann út á Hafrúnu sem kláraði færið vel. Það varð ekki mikið meira um hættuleg marktækifæri í þessum leik og síðustu mínútur leiksins héldu Blikar vel í boltann gegn gjörsamlega sigruðu liði Keflavíkur. Afhverju vann Breiðablik? Blikastelpur mættu einfaldlega miklu skarpari til leiks. Þær byrjuðu leikinn af krafti, pressuðu vel og gáfu Keflavík engin tækifæri. Leikskipulagið gekk eins og í sögu, endalaust spil upp kantana og fyrirgjafir frá vængmönnum og bakvörum bar árangur. Keflavík byrjaði leikinn illa og virtust missa trúnna á verkefninu mjög fljótt. Hverjir stóðu upp úr? Vængmenn og vængbakverðir Breiðabliks, ekki spurning. Áslaug og Agla vinstra megin, Hafrún og Ásta hægra megin. Spiluðu frábærlega upp vængina og sendu góðar fyrirgjafir sem vörn Keflavíkur átti engin svör við. Hvað gekk illa? Keflavík byrjaði leikinn mjög illa og gáfu frá sér klaufalegt mark strax á fyrstu mínútu. Liðið spilaði flatan varnarleik, pressuðu lítið og leyfðu Breiðablik að spila upp vængina alveg eins og þeim sýndist. Þjálfari Keflavíkur stillti upp í fimm manna varnarlínu til að reyna að eiga einhver svör við sóknarleik Breiðabliks en það gekk ekki. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur norður á Akureyri í fjórðu umferð deildarinnar og spilar við Þór/KA mánudaginn 15. maí kl. 18:00. Keflavík spilar gegn FH í Hafnarfirði næsta þriðjudag, klukkan 19:15.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti