Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:09 Ben og Lilliana voru mætt sérstaklega til Liverpool til að drekka í sig Eurovision-stemninguna þegar Eurovísir hitti þau. Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01