Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 18:47 DeNiro er orðinn sjö barna faðir. Getty/Barry Brecheisen Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira