Áfellisdómur ESA og blóðmerar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. maí 2023 13:01 Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun