„Það var svona jafnteflislykt af leiknum fyrirfram. Okkur vantar svo töluvert upp á okkar leik, bæði í pressustigi, án boltans og með bolta, við bara vinnum boltann og sendum hann á andstæðing um leið, þannig að leikurinn er frekar ólíkur okkur. En, við tókum stig og það er bara fínt,“ sagði Kristján að leik loknum.
Stjarnan nældi sér í eitt stig á móti Laugardalsliðinu, en var margt ábótavant í leiknum.
„Varnarlínan og markvarslan hjá okkur var mjög góð. Varnarlínan okkar var að lesa andstæðingana og sókn andstæðinga mjög vel, og er það sem hélt okkur inni í leiknum“, sagði Kristján.
Stjarnan tekur á móti Val í 4. umferð Bestu deildarinnar þriðjudaginn 16. Maí og þyrfti helst að ná sigri í þeim leik til þess að klifra hærra upp stigatöfluna, en liðið er nú í 5. sæti með fjögur stig, og Valskonur í öðru sæti með sjö stig.
„Það sem ég myndi gera betur í næsta leik er að við tökum skot á markið er að hitta markið, það er rosa gott“, sagði Kristján kíminn að lokum.