„Þetta var alveg hryllingur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 11:44 Guðmundur Felix Grétarsson segir að staðan á sér sé góð í dag. Hann bindur vonir við að komast heim fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson þurfti á dögunum að gangast undir fimm aðgerðir eftir að líkaminn hans byrjaði að hafna öðrum handleggnum hans. Um tíma hafi hann verið skíthræddur um að missa handlegginn. Hann segir þó að í dag sé staðan á sér nokkuð góð. „Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira