Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 14:30 Leikmenn og stuðningsmenn ÍBV fögnuðu ákaft saman eftir sigurinn í gær. Fáeinir stuðningsmenn voru enn með kokkahúfu á hausnum. VÍSIR/VILHELM Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira