„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 08:00 Sólveig Lára Kjærnested í glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, þar sem spilaður verður handbolti í efstu deild á næstu leiktíð. vísir/Sigurjón Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira