Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Formaður Eflingar fagnar því að félagið fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Efling hljóti einnig að koma að viðræðum við stjórnvöld vegna komandi kjarasamninga. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, í beinni.

Þá verðum við einnig í beinni útsendingu frá stofnfundi nýrra samtaka sem er ætlað að sameina jaðarhópa í samfélaginu. Samtökin nefnast Að rótunum og eru sögð vera róttækt umbreytingarafl.

Réttindi trans fólks eru hvergi jafn góð og hér á landi samkvæmt nýju alþjóðlegu regnbogakorti. Við ræðum við formann Trans Íslands sem segir það grátbroslega staðreynd.

Þá hittum við dúfnabónda sem ræktar keppnisdúfur og skoðum unga sem kom í heiminn í gær, verðum í beinni frá æfingu fyrir uppsetningu Töfraflautunnar og fáum Eurovision-stemninguna beint í æð þegar Kristín Ólafsdóttir fer yfir málin frá blaðamannahöllinni í Liverpool.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×