DeNiro greindi frá því í vikunni að hann væri orðinn sjö barna faðir mörgum til mikillar undrunar enda er hann á áttugasta aldursári. Hins vegar greindi hann ekki frá neinum frekar upplýsingum um barnið, hvorki nafni barnsins né móður.
Nú í morgun staðfesti DeNiro hins vegar við Gayle King, þáttastjórnanda This Morning á CBS, að barnið væri stúlka, hún hefði fæðst 6. apríl og væri komin með nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro.
Robert De Niro and his partner Tiffany Chen welcomed Gia Virginia Chen-De Niro in early April and now, she s making her national TV debut on #CBSMornings. https://t.co/OJJxGcEKlU pic.twitter.com/opiFRpWkRs
— CBS Mornings (@CBSMornings) May 11, 2023
Móðirin 35 árum yngri en DeNiro
DeNiro staðfesti jafnframt að móðir stúlkunnar væri Tiffany Chen sem slúðurmiðlar vestanhafs höfðu þegar varpað fram kenningum um. Tiffany Chen er 44 ára og er því heilum 35 árum yngri en DeNiro. Hún starfar sem Tai Chi-leiðbeinandi og er einnig viðurkenndur Tai Chi-dómari.
Chen og DeNiro kynntust við tökur á myndinni The Intern árið 2015. Þau hafa væntanlega byrjað að slá sér upp einhvern tímann eftir 2018 eftir að DeNiro skyldi við Grace Hightower, eiginkonu sína til tuttugu ára.
Að sögn DeNiro var fæðing dótturinnar ekki slys heldur skipulagður atburður hjá parinu.
Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn.