Rödd innflytjenda sem virðist aldrei ná áheyrn eða umboði Nichole Leigh Mosty skrifar 12. maí 2023 07:31 Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í. Rödd Innflytjenda missti mikilvæga stöðu til áheyrnar þar sem ákvarðanir eru teknar. Þó að ég muni aldrei mótmæla neinni ástæðu fyrir skilvirkni hjá ríkisstofnun og að sjálfsögðu betri nýtingu ríkisfjármuna, efast ég um aðgerðir ríkisstjórnar sem virðist ekki skilja til fulls þær áskoranir og samofin tækifæri sem bjóðast í gegnum réttmætar leiðir að inngildingu tengt innflytjendum. Á tímum þar sem innflytjendur hafa aldrei verið fleiri er að finna skort á stefnu, þekkingu, eftirliti og réttri fjárfestingu fjármuna á sviði innflytjenda- og inngildingarmála. Fólk af erlendum uppruna (fyrstu og annarri kynslóð) er nú um 20% af íbúum Íslands. Til þess að inngilding sé raunveruleg er mikilvægt að hún sé tryggð á öllum sviðum samfélagsins. Það virðist vera skortur á skilningi um hversu mikilvægt það sé að treysta fulltrúa innflytjenda sem er með reynslu og þekkingu til þátttöku og til að leiða þróun tengdri inngildingu . Í þau 20 ár sem ég hef búið á Íslandi hefur meirihluti „sérfræðinga“ sem starfa að innflytjenda- og jafnréttismálum verið fólk af íslenskum uppruna. Þó að innflytjendur sjálfir hafi fengið að tjá skoðanir sínar hafa breytingar á sviðinu sjaldan endurspeglað raddir og reynslu innflytjenda sem búa á Íslandi. Það skýrir kannski af hverju einungis 42.1% innflytjenda greiddu atkvæði í síðastu alþingiskosningunum, sérstaklega með tilliti til þess að einungis 3.8% af frambjóðendum af heildinni í sömu kosningum voru af erlendum uppruna. En hvernig erum við að standa okkur þegar það kemur að inngildingu við þau þúsund innflytjenda sem kjósa að setjast að á Íslandi? Nýleg könnun frá BSRB og ASÍ um stöðu launafólks á Íslandi gefur okkur mjög skýra mynd af því hvar við stöndum varðandi inngildingu. Þriðja árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga. Niðurstöður könnunar sýndi að ríflega helmingur innflytjenda sem svaraði könnuninni á mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda búa við skort á efnislegum gæðum en innfæddir. T.d. eiga einungis 30,7% innflytjenda eigið húsnæði og 10% innflytjenda gátu ekki greitt fyrir skólamáltíð barna sinna. Ríflega fjórir af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu og er starfstengd kulnun algengust meðal þeirra sem starfa í mötuneytum og á veitingahúsum, í ræstingum, í fræðslustarfsemi og við heilbrigðisþjónustu, atvinnugrein sem hátt hlutfall innflytjenda starfa við. Minnihlutahópar verða í mun meira mæli fyrir réttindabrotum á íslenskum vinnumarkaði s.s. ungt fólk, innflytjendur, fólk með annan húðlit en hvítan, samkynhneigt fólk og fólk með skerta starfsgetu/fötlun. Þetta ætti ekki að koma fólki á óvart, við höfum verið að reyna að benda á þessa hluti í mörg ár. Við höfum reynt að segja: hey sjáið okkur, hlustið á það sem við erum að segja. Munið þið þegar við sögðum í #MeToo byltingunni að hlutirnir væru mjög slæmir hérna hjá okkur? Munið þið þegar við sem samfélag vorum að glíma við COVID og atvinnuleysi meðal innflytjenda var meira en hjá Íslendingum? Í janúar árið 2019 gaf Hagstofa Íslands út Sérhefti félagsvísa um innflytjendur. Það kom fram í sérheftinu að innflytjendur mættu fleiri hindrunum við að sækja sér menntun, fengu síður störf við hæfi, byggju við þrengri húsnæðiskost, hefðu að hluta til verri fjárhagsstöðu en innlendir íbúar og að hlutfallslega færri innflytjendur séu með jafn háar heildartekjur og innlendir íbúar. Einnig kom fram að innflytjendur áttu að jafnaði minni eignir og í krónum talið var sá munur meiri en á heildartekjum eftir bakgrunni. Þó að atvinnuþátttaka innflytjenda væri mikil sýndu niðurstöður að þeir ynnu síður störf sem hæfa þeirra menntun en þeir sem eru innlendir. Árið 2021 gáfu Samtök kvenna af erlendum uppruna út Stöðukönnun fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Í þeirri könnun kom fram afar skýr niðurstaða um að konur af erlendum uppruna væru að glíma við streitu tengt fjárhagsábyrgð. Sá útgjaldaliður sem veitti hvað mestum erfiðleikum var húsnæðiskostnaður , kostnaður við matarkaup og nauðsynjar fyrir heimili, útgjöld vegna barna (leikskólagjöld, íþróttir/tómstundir eða skólamatur), veitur (rafmagn, hiti, internet, símakostnaður), heilbrigðisþjónusta/lyfjakostnaður og skattur eða hvers konar gjöld til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hennar Rödd ráðstefnu í október 2022 og vöktu litla athygli. Ef við viljum tryggja að fólki af öllum uppruna dafni og fái jöfn tækifæri á Íslandi er mikil þörf á því að taka mark á hvað raungerist hjá innflytjendum. Einnig er þörf á því að hlusta alvarlega á rödd innflytjenda og sýna það hugrekki sem þarf til að hafa fulltrúa af erlendum uppruna í leiðtogahlutverki í starfi hjá opinberri stofnun á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig kjörna fulltrúa á efstu stöðum í fyrirtækjum og víða á vinnumarkaði. Fólk af erlendum uppruna kallar á það og hafa kallað á, í langan tíma að nauðsynlegar breytingar á þjónustu og miðlun upplýsinga um þjónustu og réttindi, samhliða jöfnu aðgengi að menntun og tækifæri til framfara á vinnumarkaði. Það sem hefur verið gríðarlega vanmetið í að mæta þessu ákalli er að treysta innflytjendum sjálfum í forystu við að móta og innleiða breytingar sem þörf er á. Að hafa leiðtoga af erlendum uppruna í forystu vekur traust beggja vegna borðsins og stuðlar að framþróun. Fjölbreytt forysta mun leiða fjölbreyttar breytingar en við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á þessu sviði. Hægt er að segja að frekar en að leggja rækt á inngildingu höfum við mætt innflytjendum sem „Vannýtt auðlind“. Á þessum tíma eiga innflytjendur engan kjörinn fulltrúa á þingi (einungis 1 varaþingmann), mjög fáa í sveitarstjórnum, engan í forystuhlutverki sem forstöðumenn ríkisstofnunar, mjög fáir sem forstöðumenn stofnunar á vegum sveitarfélaga og mjög fáa í stjórn fyrirtækja. Vegna skorts á fjölbreytileika í forystuhlutverki eru fá fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög sem vinna að markvissri móttökuáætlun fyrir innflytjendur, bjóða upp á fjölbreytileika og menningarnæmis þjálfun/fræðslu eða innleiða stefnu um inngildingu á vinnustað eða í opinberri þjónustu. Í löndum þar sem fjölbreytileiki er metinn sem kostur og auður er hægt að sjá fjölbreytni í leiðtogahlutverkum á öllum sviðum samfélagsins. Flest helstu fyrirtæki og sveitarfélög hafa „Diversity, Equity and Inclusion“ stefnur ásamt sérfræðingum til að innleiða verkefni, þjónustu og upplýsingamiðlun. Í þeim löndum liggja fyrir gagnrýnar rannsóknir og lýsandi tölfræði. Þetta eru verkfæri og tæki sem þarf til að innræta traust og raunverulegt jafnrétti samhliða inngildingu. Við getum ekki leyft því að tíðkast hérlendis að í samfélagi okkar sé aðskilnaður þar sem fjölbreytileikinn endurspeglast í neðstu þrepum og jaðri samfélagsins þeirra sem ekki hafa fulltrúa raddir þar sem ákvarðanir eru teknar. Við þurfum á viðhorfsbreytingum að halda hér á Íslandi þar sem við fögnum og varðveitum fulltrúa innflytjenda í samfélagið okkar. Inngilding snýst um alla og fjölbreytileikinn endurspeglast í samsetningu samfélagsins í heild. Ég skrifa hér um innflytjenda hópinn vegna þess að ég er svo stolt af því að tilheyra innflytjenda samfélaginu og er þakklát fyrir þau tækifæri sem mér hafa boðist til að koma fram fyrir hönd innflytjenda í leiðtogahlutverki. En nú er þeim kafla lokið hjá mér og mikilvægt er að tryggja það að fleiri innflytjendur fái einnig tækifæri til að leiða þróun. Við þurfum að breyta orðræðunni úr „erlent vinnuafl“ í vel metinn samfélagsþegn og auður samfélags. Fólk þarf að fagna því að hafa fólk af erlendum uppruna í forystu hlutverkum og á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Ef við gerum það mun kannski næsta skýrsla BSRB og ASÍ eða Hagstofunnar endurspegla bjartari framtíð fyrir fólkið okkar af erlendum uppruna og þar með Íslandi alls. Höfundur er fyrrverandi Aþingiskona og forstöðukona Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Nichole Leigh Mosty Fjölmenning Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í. Rödd Innflytjenda missti mikilvæga stöðu til áheyrnar þar sem ákvarðanir eru teknar. Þó að ég muni aldrei mótmæla neinni ástæðu fyrir skilvirkni hjá ríkisstofnun og að sjálfsögðu betri nýtingu ríkisfjármuna, efast ég um aðgerðir ríkisstjórnar sem virðist ekki skilja til fulls þær áskoranir og samofin tækifæri sem bjóðast í gegnum réttmætar leiðir að inngildingu tengt innflytjendum. Á tímum þar sem innflytjendur hafa aldrei verið fleiri er að finna skort á stefnu, þekkingu, eftirliti og réttri fjárfestingu fjármuna á sviði innflytjenda- og inngildingarmála. Fólk af erlendum uppruna (fyrstu og annarri kynslóð) er nú um 20% af íbúum Íslands. Til þess að inngilding sé raunveruleg er mikilvægt að hún sé tryggð á öllum sviðum samfélagsins. Það virðist vera skortur á skilningi um hversu mikilvægt það sé að treysta fulltrúa innflytjenda sem er með reynslu og þekkingu til þátttöku og til að leiða þróun tengdri inngildingu . Í þau 20 ár sem ég hef búið á Íslandi hefur meirihluti „sérfræðinga“ sem starfa að innflytjenda- og jafnréttismálum verið fólk af íslenskum uppruna. Þó að innflytjendur sjálfir hafi fengið að tjá skoðanir sínar hafa breytingar á sviðinu sjaldan endurspeglað raddir og reynslu innflytjenda sem búa á Íslandi. Það skýrir kannski af hverju einungis 42.1% innflytjenda greiddu atkvæði í síðastu alþingiskosningunum, sérstaklega með tilliti til þess að einungis 3.8% af frambjóðendum af heildinni í sömu kosningum voru af erlendum uppruna. En hvernig erum við að standa okkur þegar það kemur að inngildingu við þau þúsund innflytjenda sem kjósa að setjast að á Íslandi? Nýleg könnun frá BSRB og ASÍ um stöðu launafólks á Íslandi gefur okkur mjög skýra mynd af því hvar við stöndum varðandi inngildingu. Þriðja árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga. Niðurstöður könnunar sýndi að ríflega helmingur innflytjenda sem svaraði könnuninni á mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda búa við skort á efnislegum gæðum en innfæddir. T.d. eiga einungis 30,7% innflytjenda eigið húsnæði og 10% innflytjenda gátu ekki greitt fyrir skólamáltíð barna sinna. Ríflega fjórir af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu og er starfstengd kulnun algengust meðal þeirra sem starfa í mötuneytum og á veitingahúsum, í ræstingum, í fræðslustarfsemi og við heilbrigðisþjónustu, atvinnugrein sem hátt hlutfall innflytjenda starfa við. Minnihlutahópar verða í mun meira mæli fyrir réttindabrotum á íslenskum vinnumarkaði s.s. ungt fólk, innflytjendur, fólk með annan húðlit en hvítan, samkynhneigt fólk og fólk með skerta starfsgetu/fötlun. Þetta ætti ekki að koma fólki á óvart, við höfum verið að reyna að benda á þessa hluti í mörg ár. Við höfum reynt að segja: hey sjáið okkur, hlustið á það sem við erum að segja. Munið þið þegar við sögðum í #MeToo byltingunni að hlutirnir væru mjög slæmir hérna hjá okkur? Munið þið þegar við sem samfélag vorum að glíma við COVID og atvinnuleysi meðal innflytjenda var meira en hjá Íslendingum? Í janúar árið 2019 gaf Hagstofa Íslands út Sérhefti félagsvísa um innflytjendur. Það kom fram í sérheftinu að innflytjendur mættu fleiri hindrunum við að sækja sér menntun, fengu síður störf við hæfi, byggju við þrengri húsnæðiskost, hefðu að hluta til verri fjárhagsstöðu en innlendir íbúar og að hlutfallslega færri innflytjendur séu með jafn háar heildartekjur og innlendir íbúar. Einnig kom fram að innflytjendur áttu að jafnaði minni eignir og í krónum talið var sá munur meiri en á heildartekjum eftir bakgrunni. Þó að atvinnuþátttaka innflytjenda væri mikil sýndu niðurstöður að þeir ynnu síður störf sem hæfa þeirra menntun en þeir sem eru innlendir. Árið 2021 gáfu Samtök kvenna af erlendum uppruna út Stöðukönnun fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Í þeirri könnun kom fram afar skýr niðurstaða um að konur af erlendum uppruna væru að glíma við streitu tengt fjárhagsábyrgð. Sá útgjaldaliður sem veitti hvað mestum erfiðleikum var húsnæðiskostnaður , kostnaður við matarkaup og nauðsynjar fyrir heimili, útgjöld vegna barna (leikskólagjöld, íþróttir/tómstundir eða skólamatur), veitur (rafmagn, hiti, internet, símakostnaður), heilbrigðisþjónusta/lyfjakostnaður og skattur eða hvers konar gjöld til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hennar Rödd ráðstefnu í október 2022 og vöktu litla athygli. Ef við viljum tryggja að fólki af öllum uppruna dafni og fái jöfn tækifæri á Íslandi er mikil þörf á því að taka mark á hvað raungerist hjá innflytjendum. Einnig er þörf á því að hlusta alvarlega á rödd innflytjenda og sýna það hugrekki sem þarf til að hafa fulltrúa af erlendum uppruna í leiðtogahlutverki í starfi hjá opinberri stofnun á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig kjörna fulltrúa á efstu stöðum í fyrirtækjum og víða á vinnumarkaði. Fólk af erlendum uppruna kallar á það og hafa kallað á, í langan tíma að nauðsynlegar breytingar á þjónustu og miðlun upplýsinga um þjónustu og réttindi, samhliða jöfnu aðgengi að menntun og tækifæri til framfara á vinnumarkaði. Það sem hefur verið gríðarlega vanmetið í að mæta þessu ákalli er að treysta innflytjendum sjálfum í forystu við að móta og innleiða breytingar sem þörf er á. Að hafa leiðtoga af erlendum uppruna í forystu vekur traust beggja vegna borðsins og stuðlar að framþróun. Fjölbreytt forysta mun leiða fjölbreyttar breytingar en við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á þessu sviði. Hægt er að segja að frekar en að leggja rækt á inngildingu höfum við mætt innflytjendum sem „Vannýtt auðlind“. Á þessum tíma eiga innflytjendur engan kjörinn fulltrúa á þingi (einungis 1 varaþingmann), mjög fáa í sveitarstjórnum, engan í forystuhlutverki sem forstöðumenn ríkisstofnunar, mjög fáir sem forstöðumenn stofnunar á vegum sveitarfélaga og mjög fáa í stjórn fyrirtækja. Vegna skorts á fjölbreytileika í forystuhlutverki eru fá fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög sem vinna að markvissri móttökuáætlun fyrir innflytjendur, bjóða upp á fjölbreytileika og menningarnæmis þjálfun/fræðslu eða innleiða stefnu um inngildingu á vinnustað eða í opinberri þjónustu. Í löndum þar sem fjölbreytileiki er metinn sem kostur og auður er hægt að sjá fjölbreytni í leiðtogahlutverkum á öllum sviðum samfélagsins. Flest helstu fyrirtæki og sveitarfélög hafa „Diversity, Equity and Inclusion“ stefnur ásamt sérfræðingum til að innleiða verkefni, þjónustu og upplýsingamiðlun. Í þeim löndum liggja fyrir gagnrýnar rannsóknir og lýsandi tölfræði. Þetta eru verkfæri og tæki sem þarf til að innræta traust og raunverulegt jafnrétti samhliða inngildingu. Við getum ekki leyft því að tíðkast hérlendis að í samfélagi okkar sé aðskilnaður þar sem fjölbreytileikinn endurspeglast í neðstu þrepum og jaðri samfélagsins þeirra sem ekki hafa fulltrúa raddir þar sem ákvarðanir eru teknar. Við þurfum á viðhorfsbreytingum að halda hér á Íslandi þar sem við fögnum og varðveitum fulltrúa innflytjenda í samfélagið okkar. Inngilding snýst um alla og fjölbreytileikinn endurspeglast í samsetningu samfélagsins í heild. Ég skrifa hér um innflytjenda hópinn vegna þess að ég er svo stolt af því að tilheyra innflytjenda samfélaginu og er þakklát fyrir þau tækifæri sem mér hafa boðist til að koma fram fyrir hönd innflytjenda í leiðtogahlutverki. En nú er þeim kafla lokið hjá mér og mikilvægt er að tryggja það að fleiri innflytjendur fái einnig tækifæri til að leiða þróun. Við þurfum að breyta orðræðunni úr „erlent vinnuafl“ í vel metinn samfélagsþegn og auður samfélags. Fólk þarf að fagna því að hafa fólk af erlendum uppruna í forystu hlutverkum og á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Ef við gerum það mun kannski næsta skýrsla BSRB og ASÍ eða Hagstofunnar endurspegla bjartari framtíð fyrir fólkið okkar af erlendum uppruna og þar með Íslandi alls. Höfundur er fyrrverandi Aþingiskona og forstöðukona Fjölmenningarseturs.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun