Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Það urðu mikil læti við hliðarlínuna eftir atvikið. Vísir/Diego Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti