Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Það urðu mikil læti við hliðarlínuna eftir atvikið. Vísir/Diego Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira