Hrossinu rænt á Vestfjörðum í annarri tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 10:26 Dýravelferðarsinnar höfðu áður bent á aðbúnað hrossanna á bænum. Reynt var að ræna hrossinu í fyrrinótt og aftur í gærkvöldi, þegar það tókst. Steinunn Árnadóttir Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar hrossaþjófnað á bóndabæ í Arnarfirði. Um er að ræða sama hross og gert var tilraun til að ræna í fyrrinótt. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“
Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53