Skipulag vinnumarkaðar - steinn í götu jafnréttis Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 12. maí 2023 12:00 Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun